Helgin 25.-26.febrúar er þéttskipuð menningarviðburðum. Opnun myndlistarsýningar Mörtu Ólafsdóttur sem nefnist Fegurð náttúrunnar á laugardag kl.15. Á sunnudaginn er fyrst Sungið saman kl.15 í Hljóðbergi með frændunum Jóhanni Vilhjálmssyni og Gunnari Kr.Sigurjónssyni, þá Bókakaffi með Ásdísi Thoroddsen kl.16 í veitingastofunum á 1.hæð og loks endurtekin Kvöldstund með Helenu Eyjólfs kl.17 í Hljóðbergi. Miðar á midi.is á samsöng og kvöldstund.