Nú stendur yfir í veitingastofunum myndlistarsýning Hlyns Helgasonar myndlistarmanns og listfræðings. Hlynur er fæddur 1961. Hann lauk prófi frá málaradeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands ári 1986, hlaut kennsluréttindi frá Háskóla Íslands árið 1991, lauk MA gráðu í myndlist frá Goldsmith’s
College í London árið 1994 og doktorsprófi í heimspeki listmiðlunar frá European Graduate School í Sviss og á Möltu árið 2011. Hlynur hefur haldið fjölda einkasýninga á ferli sínum og tekið þátt í sýningum víða um heim, í Englandi, Danmörku, Þýskalandi, Tékklandi og Argentínu. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur eiga verk eftir Hlyn í safneign sinni.
Sýningin í Hannesarholti er fyrsta einkasýning Hlyns á málverkum sínum í Reykjavík í 14 ár. Á sýningunni sýnir Hlynur olíumálverk og blekmálverk. Málverkin eru unnin eftir ákveðnu kerfi og eru hvert um sig byggt upp af tólf röndum. Í olíuverkunum er þunn málningin látin leka á kerfibundinn hátt eftir að liturinn hefur verið lagður. Að hluta til ræður regla byggð á aukastöfum útreikninga á ummáli hrings, Pí, uppbyggingu verkanna.
Hlynur spjallar við gesti og gangandi miðvikudaginn 10.maí kl.16-17.