Sköpun er í algleymingi í húsi skáldsins á barnamenningarhátíð nú um helgina 29.-30. apríl. Hannesarholt býður uppá tvenna viðburði á barnamenningarhátíð, kennslu í rappi á laugardag kl.14, þar sem Kolbeinn Sveinsson og Daníel Óskar Jóhannesson smita áhorfendur af takti, rými og skapandi meðförum á texta. Á sunnudag kl.14 leiðir Þórdís Lilja Samsonardóttir spunaferð sem byggir á bókinni Háfleyga Hraðskreiða og frúin í Hamborg eftir Svandísi G.Ívarsdóttur. Enginn aðgangseyrir. Tilboð í veitingahúsinu í tilefni af Barnamenningarhátíð.