TÓNVISSUM FARFUGLUM BOÐIÐ AÐ HALDA TÓNLEIKA Tónlistarnemum í útlöndum er boðið að halda tónleika í Hannesarholti í jólaleyfinu.

Hannesarholt stóð fyrir Farfuglatónleikum í jólaleyfinu á síðastliðnu ári, vakti mikla ánægju jafnt hjá flytjendum og njótendum. Eins og reynslan í fyrra sýndi þá er það kærkomið fyrir ungt tónlistarfólk að halda tónleika á heimaslóðum er og styrkir tengslin við samfélagið sem ól þau af sér. Þá er ekki síður dýrmætt fyrir þá sem heima sitja að fá að fylgjast með þroskagöngu unga listafólksins.

Hljóðberg, tónleikasalur Hannesarholts, hefur afburða hljómburð og státar af Steinway flygli 211, sem er á meðal þeirra bestu í landinu. Andrúmsloftið í Hljóðbergi er heimilislegt, salurinn heldur vel utanum gesti og þar skapast mikil nánd sem býður uppá samtal milli flytjenda og gesta.

Verkefnið Tónleikar farfugla fellur vel að markmiðum Hannesarholts, en meðal þeirra er að hlúa að og skapa rými fyrir uppbyggjandi mannlíf og menningarstarfssemi og rækta samband kynslóðanna.

Áhugasamt ungt tónlistarfólk í námi erlendis er hvatt til að senda umsókn á netfangið vidburdir@hannesarholt.is merkt Tónleikar farfugla. Umsóknarfrestur er til 20.október 2017.