Málverkasýning Lindu Steinþórsdóttur stendur yfir í veitingastofum og á 2. hæð Hannesarholts til 18.ágúst. Málverkin eru í ýmsum stærðum og eru þau unnin í akrýl og strúktúrgel á striga.

Linda hefur verið búsett í Austurríki undanfarin 29 ár, og starfað þar sem myndlistakona undir nafninu L.Stein, við góðan orðstýr. Leiðarminni í verkum Lindu er leikur með áferð, en áhrif íslenskrar náttúru á listsköpun hennar eru greinileg.

Sýningin er opin milli kl. 11:30 og 17:00 alla daga vikunnar og til kl.22 á fimmtudagskvöldum. Allar myndirnar eru til sölu.