Matur og menning í Hannesarholti á Menningarnótt. Listsýningar, tónlist, matur og samvera. Opið í veitingastofum frá 11-23.

Blönduð tónlistardagskrá í Hljóðbergi undir nafninu POPP&KLASSÍK. Þar kemur fram einvalalið tónlistarfólks frá kl.15-22:

15:00: ‘L’AMOUR, L’AMOUR’ Hafdís Vigfúsdóttir, flautuleikari, og Kristján Karl Bragason píanóleikari leika ástarlög úr ýmsum áttum.

16:00: Þorsteinn Eyfjörð, raftónlistarmaður, leikur nýjustu verk sín. Með honum leika Jökull Smári Jakobsson og Atli Arnarsson.

17:30: Unnur Sara leikur ásamt hljómsveit dagskrá til heiðurs franska söngvaskáldinu SERGE GAINSBOURG.

::: HLÉ :::

19:00: LINÜ – Gulli Björnsson og Jiji Kim, gítarleikarar og tónskáld leika úrval verka eftir m.a. Philip Glass, Arvo Pärt, David Lang, Ólaf Arnalds og Dan Schlosberg ásamt eigin verkum.

21:00 Í HENNAR SPORUM: Söngkonan Svanlaug Jóhannsdóttir hefur leitað uppi skópör sem eiga sér sögu. Saga kvennanna og skónna, rómantíkin, gleðin og átökin, er sögð með sögum og söngvum, dægurlögum, klassík og taktföstum tangó.

Tvær listsýningar opna á Menningarnótt:

Myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson opnar sýningu sína MULIERES PRAESTANTES hátíðlega kl. 16:00. Titill sýningarinnar þýðir Yfirburðakonur og er myndefnið konur sem hafa skarað frammúr í menningarsögunni til dagsins í dag.

Listakonan Inga Höskuldsdóttir sýnir keramiklampa á Baðstofuloftinu. Sýningin er innsetningarsýning: HEILL ÞÉR YLUR, HEILL ÞÉR LJÓS, þar sem unnið er með ljós, hljóð og ilm. Sýningin er sölusýning og stendur til 6. september. Formleg opnun er kl.20:00.

Facebookviðburður Menningarnætur í Hannesarholti

Hlökkum til að sjá ykkur á Menningarnótt í Hannesarholti!