SNORRI ÁSMUNDSSON málverkasýningin Mulieres Praestantes

Sýning Snorra er til heiðurs konum, en myndefnin eru konur sem skarað hafa fram úr í menningarsögunni til dagsins í dag. Titill sýningarinnar þýðir Yfirburðakonur.

Snorra Ásmundsson þarf vart að kynna, en hann hefur verið framsækinn á íslensku myndlistarsenunni til fjölda ára. Hann hefur fengist jöfnum höndum við gjörningalist, vídeólist og myndlist, en verk hans bera iðulega merki róttækrar samfélagsádeilu.

Sýningin stendur til 15.9.2017 og er sölusýning.

Önnur verk Snorra má skoða á heimasíðu hans: http://www.snorriasmundsson.com/