Þóra Jónsdóttir, ljóðskáld og myndlistakona opnaði sýningu á olíumálverkum 16. september, og stendur sýningin til mánudagsins 9.október. Sýningin ber nafnið – Fjarskinn er blár og er sölusýning.
Þóra Jónsdóttir
Þóra Jónsdóttir er fædd 17. janúar 1925 á Bessastöðum á Álftanesi en ólst upp að Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og lauk síðar prófi frá Kennaraskóla Íslands. Þóra starfaði á Borgarbókasafni Reykjavíkur árin 1975 til 1982.
Þóra er bæði ljóðskáld og málari. Fyrsta ljóðabók hennar, Leit að tjaldstæði, kom út árið 1973 og eru bækur hennar orðnar alls tólf talsins; Ljóð, örsögur og þýðingar. Þóra hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, m.a. úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins.
Frá unga aldri var Þóra drátthög en ekki varð úr formlegu námi í myndlist fyrr en líða tók á ævina. Fyrst á námskeiðum hjá Sigfúsi Halldórssyni, tónskáldi og málara, og síðan við Myndlistarskólann í Reykjavík frá árinu 1982 til 1988.
Þóra hefur gefið út 12 ljóðabækur og haldið fjórar sýningar á verkum sýnum:
– Gallerí Svartfugl á Akureyri 1998
– Café Presto í Kópavogi 2003
– Bóksafni Seltjarnarness 2008
– Norræna húsinu 2014