Snorri Þórðarson myndlistarmaður, f.1988, heldur sína fyrstu einkasýningu í Hannesarholti í desember-janúar 2017-18. Myndirnar eru málaðar í olíu á striga og er myndefnið vísun í spor mannsins í náttúrunni þar sem mannvirki stinga í stúf við náttúrulegt umhverfi. Snorri hefur ákveðið að ánafna Hannesarholti helmingi af andvirði seldra mynda á sýningunni. Veggspjald af einu verkanna er til sölu á 1000 kr. í afgreiðslu Hannesarholts.