Fríða Kristín Gísladóttir opnar málverkasýninguna Niðurhal Ljóssins í Hannesarholti fimmtudaginn 01.02.2018 kl.16. Fríða stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands og við La Escuela de artes y officios í Malaga á Spáni. Hún hefur einnig fengið leiðsögn frá Hörpu Einarsdóttur og Bjarna Sigurbjörnsyni auk þess að hafa málað með olíulitum síðastliðin 18 ár af töluverðum krafti. Fyrsta verk Fríðu Kristínar Gísladóttur var málað á  200 x 5 metra vegg Ísbjarnarins á Seltjarnarnesi þegar hún var 17 ára.

Fríða hefur áður haldið fjölda einkasýninga og samsýninga hérlendis, en síðastliðin ár hefur mest öll starfsorka hennar farið í að mála fyrir og reka gallerí ART67, nú nýflutt á Laugaveg 61. Þar starfa saman 14 listamenn, allt konur, tíu málarar og fjórar í leir og gleri. Málverk Fríðu hafa ratað út um allan heim en þetta er í fyrsta sinn sem hún heldur sýningu á Niðurhalinu eins og hún kallar það. Verkin eru unnin með olíu á striga. Þetta eru verk hlaðin kærleiksorku máluð út frá hugleiðslu. Ásetningurinn með verkunum er að gefa vellíðan, slökun og frið.

Í Ljósinu  birtast  ljósverur og hafa viðskiptavinir Fríðu oft orð á því hvernig verkið fer að tala til þeirra eins og í ævintýri og orkan streymi frá þeim. Fríða óskar sér einskis meira  en að vera verkfæri fyrir kærleiksorku tilverunnar í þjónustu við heiminn.

Léttar veitingar verða í boði og geta gestir ákveðið að njóta lífsins enn frekar og gætt sér á einstaklega góðum kvöldmat þar sem veitingarstaðurinn er opinn á fimmtudagskvöldum í Hannesarholti til kl.22.

Sýningin stendur til 28.02.2018