Miðvikudaginn 10.janúar kl.20. Á efnisskránni verða verk eftir Bach og Glass, sem hljóðrituð verða fyrir Deutsche Grammophon síðar í janúar. Víkingur gefur Hannesarholti vinnu sína og vill með því stuðla að því að Hannesarholt lifi áfram. Sjálfseignastofnunin hefur starfað í tæp fimm ár með dyggum stuðningi stofnenda en til að Hannesarholt eigi framtíð þarf að koma til breiðari stuðningur frá samfélaginu.