Til stendur að halda svokallaða hollvinafundi að minnsta kosti einu sinni á önn, og er komið að þeim fyrsta, miðvikudaginn 25.apríl kl.19.30. Allir velkomnir, bæði núverandi hollvinir og verðandi. Það stóð alltaf til að hollvinir gætu haft áhrif á starfið í Hannesarholti og tekið þátt í því eftir föngum. Nú er tækifærið. Verið velkomin í veitingastofur Hannesarholts næstkomandi miðvikudagskvöld.