Rauðar rósir prýða jafnan hýbýlin í Hannesarholti á 19. júní til heiðurs sameiginlegum afrekum vinanna Hannesar Hafstein og Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Þennan dag árið 1915 mun Bríet hafa gefið Hannesi rauðar rósir í þakklætisskyni fyrir hjálpina með að koma í gegn kosningarétti kvenna.

Þuríður Sigurðardóttir skreytir myndina þetta árið, en lokadagur myndlistarsýningar hennar Verður og fer sem fer ? / Que sera sera ? er á morgun. Þuríður býður leiðsögn um sýninguna af því tilefni kl.17. fimmtudaginn 20. júní.