Hannesarholt opnar aftur fyrir gesti sína laugardaginn 9.maí og verður opið um helgar næstu vikurnar. Opnunartíminn er kunnuglegur, 11.30-17 eins og áður var. Matseðli hefur verið breytt, þannig að í stað helgardögurðar verður brunch seðill og gestir hafa meira val. Myndlistarsýning Vignis Jóhannssonar Fegurð og fögnuður verður áfram út mánuðinn og má sjá myndbönd af sýningunni á fésbókinni. Einnig má hafa samband til að sjá sýninguna utan auglýsts opnunartíma. Við tökum tilmæli þríeykisins alvarlega og leggjum okkur fram við að tryggja 2ja metra bil milli manna. Allar hæðir verða með, þannig að fólk getur fengið kaffibollann sinn eða hádegishressinguna