Þátttaka í lagakeppni Hannesarholts, Leynist lag í þér? við ljóð Hannesar Hafstein fór fram úr björtustu vonum en 205 lög skiluðu sér í keppnina. Það er því verðugt verkefni hjá dómnefnd að fara yfir öll lögin, og enn erfiðara að gera upp á milli þeirra.

175 tónlistarmenn sendu inn 205 ný lög við ljóð Hannesar Hafstein, hvert öðru betra. Lagahöfundar höfðu frjálst val um ljóð og nokkrir sendu inn fleiri en eitt. Alls voru send lög við 48 ljóða Hannesar, sem eru afar ólík að efni. Tónlistin spannar fjölbreytt svið tónlistar, þar á meðal ballöður, kórverk, rapp og einsöngslög.

Dómnefnd hefur þegar hafið störf, en KPMG styrkti keppnina vegna 1.2. og 3. sætis.