Hannesarholt heldur upp á afmæli og opnun nýrrar sögusýningar, Konur! áhrifavaldar í lífi Hannesar Hafstein. Fagnað var með tónlistaratriði við ljóð Hannesar Hafstein úr lagakeppni Hannesarholts, Leynist Lag Í Þér. Auk tónlistaratriðisins fóru með ræður Ragnheiður Jóna Jónsdóttir stofnandi Hannesarholts, Vigdís Jóhannsdóttir Stjórnarformaður Hannesarholts, og Sigríður Bachmann sagnfræðingur. Boðið var upp á léttar veitingar og leiðsögn í gegn um nýju sýninguna.