Margir miðlar fjalla um lokun Hannesarholts, tekin hafa verið viðtöl við stofnanda jafnt sem listafólk sem eru öll tala sama rómi um að þessi lokun verði þungt högg fyrir lista og menningarlíf í borginni.

Viðtal við stofnanda Hannesarholts, Ragnheiði Jónu Jónsdóttir, um lokun hússins:

„Hannesarholt hefur frá upphafi verið rekið með stuðningi okkar stofnenda en það verður ekki lengra komist. Það er svolítið sérkennilegt að Hannesarholt er sjálfseignarstofnun, ekki rekin í hagnaðarskyni. Væri hún einkahlutafélag, rekin í hagnaðarskyni, þá hefði komið covid-styrkur upp á yfir 20 milljónir. Þannig að manni finnst þetta skjóta svolítið skökku við,“ segir Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, forstöðumaður Hannesarholts.

Hægt er að lesa meira á vefsíðu rúv í gegn um hlekk hér fyrir neðan.

Umfjöllun og viðtal við Hallveigi Rúnarsdóttur, formann Félags íslenskra tónlistarmanna:

„Þetta er mjög mik­ill miss­ir fyr­ir ís­lenska tón­list­ar­menn,“ seg­ir Hall­veig Rún­ars­dótt­ir, formaður Fé­lags ís­lenskra tón­list­ar­manna.

„Þetta er mjög hent­ug stærð af sal, þarna hef­ur verið tekið gríðarlega vel á móti okk­ur og við fengið góða samn­inga. Sal­ur­inn er sér­hannaður fyr­ir klass­íska tónlist þannig að miss­ir­inn er ekki síst hjá klass­ísku tón­listar­fólki.“

„Mér finnst að það mætti huga að þess­um stöðum þar sem klass­ísk tónlist hef­ur verið í fyr­ir­rúmi þegar til dæm­is úr­bóta­sjóður tón­list­arstaða í Reykja­vík veit­ir styrki,“ seg­ir hún.

Hægt er að lesa meira á vefsíðu mbl í gegn um hlekk hér fyrir neðan.

Umfjöllun frá RÚV:

Í tilkynningu frá klassískri deild Félags íslenskra tónlistarmanna segir að mjög sé þrengt að möguleikum til tónleikahalds í klassíska geiranum með lokun Hannesarholts en einnig hafi verið minnkaður stuðningur Listasafns Íslands við tónleikahald í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Þá hafi báðir þessir staðir verið ómetanlegur vettvangur klassískra tónlistarmanna hérlendis til fjölda ára og séu þetta því afar slæmar fréttir.

Hægt er að lesa meira á vefsíðu rúv í gegn um hlekk hér fyrir neðan.

Umfjöllun frá RÚV:

Þarna bjó umhyggjan og allir voru velkomnir. Húsið með stóra hjartað sem krafðist einskis en gaf svo mikið. En það er kannski einmitt þess vegna sem Hannesarholt mun ekki njóta við öllu lengur. Því það var allra. Sjálfsagður hlutur í tilverunni sem ekki þurfti að þakka sérstaklega fyrir því það var alltaf skilyrðislaust til staðar. Það átti enginn þessa umhyggju. Það bar enginn ábyrgð á henni. Það var ekki okkar að tryggja fjölbreyttri list heimili, stað fyrir tónlist að óma eða notarlega matarlyktina frá eldhúsinu. Menning er nú ekki eitthvað sem þarf að hlúa að, hún er jú harðgerð eins og fjalldrapinn og finnur sinn farveg. Það var ekki okkar að tryggja að umhyggja blómstraði, eða hvað?

Hægt er að lesa meira á vefsíðu vísis í gegn um hlekk hér fyrir neðan.

Grein eftir Arnór Víkingsson:

Allir sem til þekkja vita að starfsemi sem þessi stendur ekki fjárhagslega undir sér og því mætti spyrja hvað ætli ríki og sveitafélög hafi lagt til reksturs starfseminnar? Svarið er EKKERT. Hannesarholt hefur aldrei notið rekstrarstyrkja að hálfu opinberra aðila en fengið verkefnastyrki, samtals að upphæð um 7 milljónir króna á þessum 8 árum eða undir einni milljón kr á ári að meðaltali, sem er þakkarvert en stendur ekki undir svona menningarstarfsemi.

Hægt er að lesa meira á vefsíðu vísis í gegn um hlekk hér fyrir neðan.