Hannesarholt opnar aftur 1.október með samstarfi Hannesarholts og Friðriks V.Hraunfjörð, sem opnar veitingastað í húsinu sem hann nefnir Friðrik V. Fólk þekkir Friðrik frá fyrri tíð, en hann hefur gjarnan sett upp veitingastaði í sögulegum húsum með sál og nefnt þá Friðrik V. Arnheiður Vala rekstrarstjóri, Friðrik og Ragnheiður hafa stillt saman strengi á síðustu vikum og hlakka til framtíðarinnar í Hannesarholti.

Opnunartímar verða frá 11.30-16 alla daga nema sunnudaga og mánudaga til að byrja með og hádegismatur verður í forgrunni. Einnig verður Friðrik með almenna veisluþjónustu og tekur þátt í matartengdum menningarviðburðum eins og fólk þekkir úr Hannesarholti.