Hollvinum Hannesarholts hefur fjölgað að undanförnu og hafa heimtur á 5000 króna árgjaldi verið góðar. Við þökkum fyrir af heilum hug og njótum ávaxtanna saman af þeim verkefnum sem hollvinafélagið hefur stutt og staðið fyrir, eins og útgáfa Fjalldrapans 2020 og nú útgáfa tvímálabókarinnar Ólgublóð / Restless blood sem er beðið með óþreyju. Þeir sem vildu bætast við í hóp hollvina sendi póst á hollvinir@hannesarholt.is eða á hannesarholt@hannesarholt.is