Í tilefni af 100 ára ártíð Hannesar Hafstein, sem lést á þessum degi árið 1922, verður hátíðardagskrá í Hljóðbergi Hannesarholts þriðjudaginn 13.desember 2022 kl.16-17. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Streymt verður frá viðburðinum og hægt verður að horfa á hann af efri hæðum hússins, ef Hljóðberg fyllist af gestum.