Soffía Gísladóttir er ein þeirra nemenda Myndlistarskólans í Reykjavík sem tóku þátt í gjöfulu samstarfi við Hannesarholt á vorönn 2021, sem sýnd var á Hönnunarmars það sama ár. Nú hefur hönnun hennar samstarfi. Nú hefur hönnun hennar fengið framhaldslíf og verður til sýnis og sölu í Hannesarholti í plakötum, veggspjöldum, póstkortum, tækifæriskortum og viskustykkjum, til styrktar Hollvinafélagi Hannesarholts. Soffía Gísladóttir (f. 1974) myndlistarmaður útskrifaðist með B.A gráðu í myndlist frá grafíkdeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Hún nam þrívíddarhönnun við NTV og síðar hreyfimyndagerð og vefsíðuhönnun við Margmiðlunarskólann. Soffía flutti til Bresku Kólumbíu, Kanada í tvö ár þar sem hún vann að listsköpun og hélt nokkrar einkasýningar. Síðar flutti hún til Kaupmannahafnar og Madríd og myndaði stræti og mannlíf á meðan hún bjó þar. Ferðalög hennar um heiminn kveiktu áhuga hennar á ljósmyndun og hefur hún unnið við listljósmyndun samhliða grafík og teikningu og hefur haldið fjölda einka og samsýninga á verkum sínum. Árið 2022 lauk Soffía tveggja ára diplómanámi i við textíldeild Myndlistarskóla Reykjavíkur. Með því námi opnaðist nýr heimur, nýr miðill til listsköpunar. Soffía býr og starfar við sjávarsíðuna í Kjós, Hvalfirði. Hönnun Soffíu er gerð í jafnvægi við náttúru og fólk, með unun og virðingu fyrir ferlinu frá því að hugmynd fæðist og þar til verkið finnur sér stað á heimili fólks.