Meðal þess sem gladdi afmælisgesti á tíu ára afmæli Hannesarholts var að biðinni eftir tvímálabókinni Ólgublóð/Restless Blood var loks lokið og fólk gat fengið bókina í hendur. Ragnheiður Jónsdóttir stofnandi Hannesarholts hvatti til að ráðist skyldi í þetta verk, sem Ástráður Eysteinsson og Julian Meldon D’Arcy inntu af hendi með miklum ágætum. Þeir félagar lásu upp úr bókinni ljóð bæði á íslensku og ensku, og höfðu gestir hina mestu skemmtun af. Sjá má upptöku af viðburðinum á fésbókarsíðu Hannesarholts og í fyllingu tímans á endurbættri heimasíðu.