Ljóðið lifi er tónlistarhátíð sem haldin var í fyrsta sinn helgina 24.-26.mars 2023 í Hannesarholti. Skipuleggjendur voru Auður Hafsteinsdóttir sópransöngkona og Eva Þyrí Hilmarsdóttir píanóleikari. Tónlistarfólk sem fram kom á þrennum tónleikum voru Karin Björg Þorbjörnsdóttir og Unnsteinn Árnason, Auður Gunnarsdóttir og Kolbeinn Ketilsson og Anna Guðrún Jónsdóttir sem hélt debuttónleika. Píanóleikari á öllum tónleikunum var Eva Þyrí Hilmarsdóttir.