Tvímálabókin ÓLGUBLÓÐ / RESTLESS BLOOD er nú til sölu í Hannesarholti. Mikill fengur er að þessari bók, sem geymir úrval ljóða eftir Hannes Hafstein, bæði á íslensku og í enskri þýðingu Ástráðs Eysteinssonar prófessors og Julians Meldons D´Arcy fyrrum prófessors við Háskóla Íslands. Bókin var gefin út af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, prentuð af Háskólaútgáfunni og var ritstjóri Birna Bjarnadóttir. Hollvinir Hannesarholts styrktu útgáfuna ásamt Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Bókina má einnig fá í Bóksölu stúdenta.