Öll fjölskyldan semur lög við ljóð Hannesar Hafsein og flytur þau á tónleikum í Hannesarholti laugardaginn 29.apríl kl.16. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og fjölskylda slá ekki slöku við þegar kemur að því að auka við menningarflóru okkar Reykvíkinga og nú hafa öll börn hans þrjú samið lög við ljóð Hannesar Hafstein eins og hann sjálfur. Flest tóku þau þátt í lagakeppni Hannesarholts fyrir rúmum tveimur árum og stíga nú á stokk til að deila þessum lagasmíðum með okkur hinum. Við í Hannesarholti fögnum þeim af heilum huga.

https://tix.is/is/event/15262/blessu-solin/