Dagana 13.-16. apríl verður í Hannesarholti yfirlitssýning á málverkum Óskars Ólasonar málarameistara. Óskar fæddist á Eskifirði þann 13.apríl 1923 og eru því hundrað ár liðin frá fæðingu hans um þessar mundir. Hann missti föður sinn ungur og flutti móðir hans með barnahópinn til Reykjavíkur. Óskar lést árið 2010 en yndisleg minning lifir um hann, ekki síst í gegnum þau málverk sem hann skildi eftir sig. Fjölskylda hans hefur safnað saman hluta þessa verka, sem verða til sýnis í Hannesarholti fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag frá kl.11.30-16.

Á kreppuárunum, 1930–45, urðu margir sem gengu með listamanns-drauminn í maganum að gefa hann upp á bátinn. Menntun erlendis var það eina sem í boði var en slíkt var nánast útilokað þeim sem ákváðu að stofna til fjölskyldu. Þó draumurinn um listnám yrði ekki að veruleika hjá Óskari sótti hann námskeið í málun og teikningu meðal annars hjá Nínu Tryggvadóttur. Einnig viðaði Óskar að sér listaverkabókum og nam með því að lesa sér til um listastefnur og tækni. Hann var samtímamaður fyrstu kynslóðar íslenskra málara og var ætíð duglegur að fara á listasýningar og fylgjast með. Fyrstu verk Óskars má greina sem natúralísk-rómantísk enda mest landslagsverk. Seinna urðu myndir hans meira í anda ljóðrænna expressjónisma og síðar abstrakt.

Óskar lauk málarameistaranámi í Iðnskólanum í Reykjavík og vann sem slíkur. Eins og eiginkona hans, Arnfríður Ísaksdóttir, rak hann sitt eigið fyrirtæki sem má segja að hafi byggt á litum og litavali. Um hríð starfaði Óskar í Málarameistaranum, sem þá var til húsa í Bankastræti, og þá þurftu menn að kunna að blanda liti út frá þekkingu og tilfinningu. Óskar þótti sýna mikla næmni varðandi slíka færni, dropi af svörtu til að dempa skæran tón eða tvo af gulu til að ná fram hlýrri blæ.

Er börnin fjögur uxu úr grasi tók Óskar fram penslana og trönurnar fyrir alvöru. Þeim tíma sem hann var ekki að sinna sumarbústað fjölskyldunnar, og skógræktinni þar, varði hann í málaraherberginu. Óskar hafði ætíð mikinn áhuga á málaralist og á heimili þeirra Fríðu héngu myndir t.a.m. eftir Nínu Tryggvadóttur, Þorvald Skúlason, Kristján Davíðsson, Kára og Hauk Dór. Óskar hélt tvær sýningar, á verkum sínum á meðan hann lifði, þá kominn á fullorðinsaldur.

Börn Óskars færa þeim þakkir sem lána verk á sýninguna ásamt þökkum til Hannesarholts fyrir að halda sýninguna.

A selection of Óskar Ólason’s paintings will be exhibited in Hannesarholt on April 13th through the 16th. Óskar was born in Eskifjörður, East Iceland, on April 13th 1923 and thus his family is celebrating 100 years from his birth. He lost his father at a young age and his mother moved to Reykjavik with her five children. Óskar died in 2010 at the age of 87 and his memory lives on, especially in the artwork he left behind. His family has gathered a selection of his paintings to be exhibited in Hannesarholt throug Thursday, Friday, Saturday and Sunday from 11.30 am until 4 pm.

During the Depression, in 1930-1945, most aspiring artists in Iceland had to abandon the dream of following their Muse. The only option was art education abroad, and such path was next to impossible for someone like Óskar, a husband and a father with a growing family. Nevertheless, he took courses in

drawing and painting from teachers like Nína Tryggvadóttir and collected books of art, in order to educate himself in the various art trends and techniques. He was a contemporary of the first generation of Icelandic artists, and frequented art exhibitions and museums. Óskar’s first pieces can be classified as naturalist-romantic, mostly landscapes. Later on his pieces became more in the spirit of lyrical expressionism and abstract.

Óskar qualified as a Master Housepainter at the Reykjavík Technical College and worked as such. Like his wife, Arnfríður Ísaksdóttir, he ran his own company, which in a sense was based on working with colours. He was an expert in mixing colours and was celebrated for his skill. A drop of black to soften a bright colour or two drops of yellow to draw out a warmer tone.

In time, as his four children were grown and life offered more free time, Óskar gave in to his love of painting. When he wasn’t planting trees or working on the family’s summer house, he was in his studio making art. He was a great lover of art throughout his life, and the family home sported art pieces by renowned Icelandic artists. Óskar held two art exhibits during his lifetime, in his later year.

Óskar’s children extend thanks to those who have lent pieces for exhibition and also to Hannesarholt for hosting the exhibit.