Til hamingju með 19.júní konur og karlar! Rauða rósin á veggnum hennar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hannesarholti er til minningar um rauðu rósirnar sem Bríet gaf Hannesi Hafstein í þakklætisskyni 19.júní 1911, þegar kosningarétturinn var í höfn. “Húrra fyrir okkur konum! Og dálítið húrra fyrir okkur Hannesi. Mér sem átti upptökin og fékk hann til að flytja það og honum einkum sem gerði það svo vel.” (úr bréfi til Laufeyjar Valdimars-og Bríetardóttur, úr bók Bríetar Héðinsdóttur)