Píanistinn Romain Collin, sérlegur vinur Hannesarholts, hefur snúið aftur í listamannadvöl í Hannesarhorni og stendur fyrir tónleikafernu á næstu vikum, Romain Collin & gestir 2024, þar sem hann býður til samstarfs framúrskarandi listamönnum. Romain Collin, sem var tilnefndur til Grammy verðlauna 2020, hefur verið reglulegur gestur á Íslandi síðustu ár, og þetta er þriðja tónleikaröðin sem hann stendur fyrir í Hannesarholti.

ROMAIN COLLIN & GESTIR Í HANNESARHOLTI 2024.

Romain Collin & GDRN sunnudaginn 28.janúar kl.19

Romain Collin & Óskar Guðjónsson laugardaginn 2.febrúar kl.20

Romain Collin & S.Carey föstudaginn 9.febrúar kl.20

Romain Collin solo Frumsýning FOSS shapeless 17.febrúar kl.20/19