Áhugaverð heimildamynd í tveimur þáttum „Climate Change – The Facts“ frá BBC Earth. Í þáttunum er rætt við sérfræðinga um hamfarahlýnun jarðar og fólk sem er að vinna að lausnum. Þættirnir gefa einnig innsýn í hvað almenningur getur gert. Þættirnir eru aðgengilegir á sarpi RÚV.