Hleð Viðburðir

Ingibjörg Hallgrímsdóttir Dalberg Segir frá myndlistarsýningu sinni Flækingar og fastagestir, takk fyrir komuna. Myndefnið sækir Ingibjörg í íslenska farfugla og börn. Ingibjörg bjó erlendis um langt árabil þarsem hún nam og lagði stund á myndlist, listasögu og sótti margvísleg námskeið þekktra listasafna t.d. Tate Modern í London.

Myndlistarnám hefur Inga sótt í Englandi (1989 National Diploma Found. Higher Ed. Art and Design. London og 1988 Hull College of Further Ed. A Level Art. England) og síðar í Frakklandi (1993 École Nationale Supérieure des Beaux-Arts –París) auk fjölmargra námskeiða á Íslandi t.d. við Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlistaskóla Kópavogs og Listabraut FB.

Inga lauk BA prófi í sagnfræði með listfræði sem aukafag frá Háskóla Íslands og var viðfangsefni lokaritgerðar hennar ,,Brot úr sögu smámynda á Íslandi. Upphaf og endalok 1770-1840” tengt órannsökuðum anga í sögu myndlistar hér á landi.

Með hléum hefur Inga starfað við listmálun og vinnur hún ýmist við stór óhlutbundin verk til jafns við fígúratívar myndir.

Einkum eru það andlitsmyndir/portret með áherslu á raunsæi sem hafa verið megin viðfangsefni undnfarin ár.

Inga býr og starfar í Reykjavík og er gestum velkomið að líta við á vinnustofu hennar vestur í bæ eða skoða fb síðu. Síminn er 698 4765. Netfangið er idalberg@simnet.is

Upplýsingar

Dagsetn:
07/06/2018
Tími:
18:00 - 18:30
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904