Hleð Viðburðir

Úr myrkrinu / from darkness

Umbra Ensemble flytur nýja og forna tónlist í eigin útsetningum.

Umbra leiðir áheyrendur inn í dulúð fornrar tónlistar frá ýmsum löndum, Íslandi, Finnlandi, Englandi, Þýskalandi, Spáni og Katalóníu. Draugar, vosbúð, kuldi og myrkur hefur verið vinsælt yrkisefni íslenskra þjóðlaga en það er e.t.v í stíl við þjóðarsálina og dvöl á einangraðri eyju. Myrkrið í evrópskri miðaldatónlist birtist fremur í ofuráherslu á mannlega þjáningu, syndina og breyskleika mannsins. Í allri þessari tónlist er samt heillandi fegurð og frumleiki sem á erindi við nútímann. Allar útsetningar á tónleikunum eru eftir Umbru.

Umbra Ensemble var stofnað haustið 2014 og er skipað fjórum atvinnutónlistarkonum; Alexöndru Kjeld, Arngerði Maríu Árnadóttur, Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur. Hópurinn hefur frá upphafi unnið að því að skapa öðruvísi stemningu á tónleikum, ná til ólíkra áhorfenda og kanna ný rými. Hvað tónlistarflutninginn sjálfan varðar er áhersla lögð á skapa eigin útsetningar á fornu tónefni og vinna markvisst með þann hljóðheim sem hlýst af samsetningu upprunahljóðfæra og samsöngs. Þær hafa skapað sinn eigin hljóðheim sem hefur fornan blæ og spila þær bæði nýja og gamla tónlist í eigin útsetningum.

English:

Umbra, founded in 2014, is an alternative music ensemble with eclectic tastes, exploring both ancient and contemporary music through improvisation and original arrangements. The artistic vision of the players is to blur the boundaries of tradition and to appeal to a wide audience by breathing new life into ancient music.

Umbra transports listeners into the mystery of Medieval music from Iceland and elsewhere in Europe: England, Germany, Spain and Catalonia. The undead, life’s hardships, and the cold and dark have long been fodder for Icelandic folk music—such is life on a remote and isolated

island. This darkness in Medieval European music however manifests rather as a fixation on human suffering and man’s sinful nature and frailty. Still the music possesses an undeniable beauty and individuality that resonates with today’s listeners.

Upplýsingar

Dagsetn:
26/07/2018
Tími:
20:00 - 22:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904