TÓNLEIKAR TIL HEIÐURS JAKOBÍNU SIGURÐARDÓTTUR VIÐ SÖNGLÖG INGIBJARGAR AZIMU
27/11/2018 @ 20:00 - 21:00
Í tilefni þess að Jakobína Sigurðardóttir, rithöfundur og skáld, hefði orðið 100 ára 2018 hefði hún lifað, stefnir Ingibjörg Azima á útgáfu sönglagabókar með 9 frumsömdum lögum við ljóð Jakobínu.
5 laganna má heyra á geisladisknum Vorljóð á ýli sem kom út haustið 2015 en 4 eru alveg ný og hafa ekki heyrst áður.
Lögin eru öll útsett fyrir söng og píanó, sum hver eru í tveimur röddum en þó er hægt að flytja þau einradda.
Markmið með útgáfu sönglaga á nótum við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur er að varpa ljósi á stórkostlega ljóðlist hennar með lögum sem vonandi fá að hljóma sem víðast á söngtónleikum.
Sönglagabókin mun bera titil af einu laganna og síðan undirskrift:
Varpaljóð á Hörpu
9 Sönglög eftir Ingibjörgu Azimu við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur.
Bókin innheldur eftirfarandi ljóð og lög:
Togstreita
Varpaljóð á Hörpu
Vorljóð á ýli
Mömmuljúf
Barn
Sonargæla
Næturljóð