AMERÍSK JÓL / AN AMERICAN CHRISTMAS
12/12/2019 @ 20:00 - 21:30
Hinn eini sanni Harold Burr býður upp á einstakt kvöld með Amerískum jólum. Þetta er þriðja árið sem Harold býður uppá jólasöng í Hannesarholti og að þessu sinni leikur Sveinn Pálsson með á gítar. Sígildir amerískir jólasöngvar í túlkun Harolds, sem lætur fáa ósnortna. Harold sækir í smiðju Nat King Cole, Dean Martin, Stevie Wonder, Michael Jackson og fleiri og fleiri þekktra Amerískra söngvara.
Harold Burr er alinn upp í Los Angeles en hefur búið á Íslandi í yfir 20 ár með fjölskyldu sinni. Hann kom hingað til lands í tónleikaferðalag með hljómsveitinni Platters árið 1997 þar sem hann var ungur söngvari. Hann kynntist eiginkonu sinni Díönu í þeirri ferð, og síðan var ekki aftur snúið. Hann starfar sem kokkur ásamt því að sinna tónlistinni.
Þriggja rétta kvöldseðill verður í boði í veitingastofum Hannesarholts á undan tónleikunum. Borðapantanir í síma 511-1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is
– 0 – 0 – 0 – 0 – 0 – 0 – 0 – 0 – 0 – 0 – 0 – 0 – 0 – 0 –
Prepare for an evening filled with that true „Spirit of Christmas“ . There is no better place to be on a chilly winter night than with us, as Hannesarholt welcomes the talents of vocalist Harold Burr to help you celebrate this special time of year. Accompanied by accomplished guitarist Sveinn Pálsson, expect a night of silky smooth, classic, American Christmas songs old and new in a very cozy holiday setting, elegantly presented to you as only Harold can. If you truly are a fan of the American classics then this is the event for you! Come and join in the holiday cheer, and enjoy some eggnog or, you can even have a delightful Christmas dinner before the show. We will see you there. Merry Christmas everybody !!
For dinner guests table reservations are necessary. Call 511-1904 or send mail to hannesarholt@hannesarholt.is