Hleð Viðburðir

Hannesarholt hlúir að innsta kjarna íslenskrar menningar: sönghefðinni og býður uppá samsöng fyrir alla, unga sem aldna, íslendinga sem aðflutta, undir stjórn kunnáttufólks. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum, sem greiða 1000 króna aðgangseyri. Textar birtast á tjaldi og allir taka undir.

Okkar góðkunni Ómar Ragnarsson leiðir söngstundina sunnudaginn 15.mars kl.14. Hann kom gestum skemmtilega á óvart í haust þegar hann stjórnaði söngstundinni og kenndi gestum m.a. frumsamin lög sem ekki höfðu heyrst áður. Hann leiðir nú söng á fjölbreyttum og söngvænum lögum úr smiðju Ómars á ljúfum og léttum nótum með myndum og tónum í blandaðri og breyttri dagskrá.

Veitingastofur Hannesarholts eru opnar frá kl.11.30-17. Helgardögurður er framreiddur til kl.14.30.

Upplýsingar

Dagsetn:
15/03/2020
Tími:
14:00 - 15:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904