Hleð Viðburðir

Guðrún Árný syngur og leikur á píanó hugljúf lög sem hafa fylgt henni í gegn um árin. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 miðvikudaginn 1.apríl og verður streymt beint frá Hljóðbergi á fésbókarsíðu Hannesarholts.

Guðrún Árný Karlsdóttir er fjölhæf tónlistarkona. Hún fléttar saman störf sín sem tónmenntakennari og söngkona auk þess að hugsa um fjölskylduna sína, börnin sín þrjú.

Guðrún Árný hefur sungið frá því hún var lítil stúlka og tók sín fyrstu söng skref i barnakór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði.

Hún hefur sungið við ýmsa viðburði yfir árin. Sigraði söngvakeppni félagsmiðstöðva og framhaldsskóla ung að árum. Hefur sungið oft í undankeppni eurovision. Var í Frostrósum hér um árið og hefur síðan haldið sína eigin jólatónleika í mörg ár í Viðistaðakirkju í Hafnarfirði.

Guðrun Árný spilar sjálf undir söng sinn á píanó og syngur orðið allt árið um kring í brúðkaupum, treður upp í afmælum og á skemmtistöðum með sing-along. Heldur litla tónleika hér og þar eftir því sem við á.

Lög má finna inná Spotify og einnig á Youtube.

Allar helstu upplýsingar á: gudrunarny.is

Upplýsingar

Dagsetn:
01/04/2020
Tími:
20:00 - 21:00
Viðburður Categories:
,

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904