Hleð Viðburðir

Kristinn Örn Guðmundsson er grafískur hönnuður og kvikmyndagerðamaður. Á sýningunni í Hannesarholti sýnir hann stafræna myndlist / ljósmyndaverk. Myndirnar eru unnar þannig að ýmist tekur Kristinn ljósmyndir og vinnur síðan út ákveðinn grunn frá þeim í myndsköpun sinni. Hann gerir einnig 3víddar myndir og vinnur þær með blandaðri tækni með ljósmyndum, ýmsum bakgrunnum og grafík í stafrænni myndvinnslu.

Hann hefur sýnt t.d. myndaröð frá Gásum í San Benedetto del Tronto á Ítalíu á samsýningu ásamt 73 alþjóðlegum listamönnum árið 2017. Hann hélt fyrstu einkasýningu sína í Gallerí Gróttu apríl 2018. Þá hefur hann verið með einkasýningu í menningarhúsinu Bergi á Dalvík febrúar 2019.

Myndir eftir hann upp á veggjum á nýju 4 stjörnu hóteli, Landhótel í Landsveitinni. Ljósmyndir og stafræn myndlist hafa verið birt í erlendum tímaritum eftir hann. Mætti nefna t.d. í Living the photo artistic life og EikonCultureMagazine Hann er hluti af hópi sem nefnist Kaizen og þar er markmiðið að vinna í stafrænni myndlist og í leiðinni vera stöðugt að uppfæra færni í þessari listsköpun.

Kristinn stundaðir nám hjá SAE Institute/Quantm College á Englandi í 3víddar hönnun og hreyfimyndagerð, þá tók hann einnig heimildamyndagerð frá Documentary Filmmakers Group. Á sínum tíma lærði hann rafeindavirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann hefur meðal annars gert heimildamyndina Bréfmiði til Páls, um listamanninn Pál frá Húsafelli. Kristinn hefur unnið sem kvikmyndagerðamaður, grafískur hönnuður ásamt ýmsu öðru. Hluti af áhugamálum hans eru ferðalög, ljósmyndun og grafísk myndvinnsla. Út frá þeim vinnur hann stílfærð listaverk með tölvutækninni. Fleiri myndir eftir Kristinn má finna á heimasíðu hans: www.iceon.art

Upplýsingar

Byrja:
08/01/2020
Enda:
30/01/2020
Viðburður Category:

Staðsetning

Veitingastofur 1.hæð