Romain Collin sólo – FOSS: Shapeless frumsýning
17. febrúar @ 19:00 - 20:00
Píanistinn Romain Collin, sérlegur vinur Hannesarholts, hefur snúið aftur í listamannadvöl í Hannesarhorni og stendur fyrir tónleikafernu á næstu vikum, Romain Collin & gestir 2024, þar sem hann býður til samstarfs framúrskarandi listamönnum. Romain Collin, sem var tilnefndur til Grammy verðlauna 2020 hefur verið reglulegur gestur á Íslandi síðustu ár, og þetta er þriðja tónleikaröðin sem hann stendur fyrir í Hannesarholti.
Fjórðu og jafnframt síðustu tónleikar Romains í Hannesarholti að þessu sinni eru einleikstónleikar laugardaginn 17.febrúar kl.20. Á undan tónleikunum, kl.19, verður frumsýnd kvikmyndin FOSS: Shapeless, sem Romain hefur nýlokið við. Foss varð til í einangruðu húsi utan við Selfoss veturinn 2020. Eftir að hafa gefið út fjögur albúm sem hlutu mikið lof gagnrýnenda ákvað Romain að fara í skapandi einangrun til Íslands til að semja nýja plötu, sækja innblástur í víðáttu ísjaka og í þögnina. Stuttu eftir komu Romain skall á með heimsfaraldri. Það sem áætlað var sem stut einangrun endaði sem sex mánaða óraunveruleg listræn uppgötvun í mikilli einveru. Á meðan hann samdi tónlistina skrásetti Romain ferðalag sitt á 8 mm filmu, VHS og með hjálp dróna. Niðurstaðan er ógnvekjandi falleg og eistök sköpun.
o o o
Grammy-nominated pianist and composer Romain Collin, a special friend of Hannesarholt, has returned to Hannes’ Corner as our artist in residence to curate as concert series in the coming weeks, inviting a superb line up of musicians. Collin has visited Iceland regularly in the last few years and this is his third concert series at Hannesarholt.
Romain’s fourth and final concert in Hannesarholt this time is a solo concert, preceded by the premiere of a film he recently finished, FOSS:Shapeless. FOSS originated in a remote cabin outside of Selfoss during the winter of 2020. Romain planned a retreat to Iceland to compose a new album, drawing inspiration from the vastness of ice deserts and from silence. Shortly after Romain’s arrival the world was hit by a global pandemic. What was planned as a short retreat became a surreal, six-month artistic discovery in near isolation. While composing, Collin documented his journey in 8mm film, VHS and drone. The result is hauntingly beautiful and unique creation.