Hleð Viðburðir

Hendrikka Waage verður með pop-up sýningu í veitingastofum Hannesarholts dagana 17.-18.nóvember sem hún nefnir Valkostir samtímans. Þar verða til sölu bæði málverk og prentverk sem hún hefur málað á þessu ári auk þess sem hún verður með til sölu nýjustu línuna af perluskartgripum. Laugardaginn 18.nóvember kl.14-16 tekur Hendrikka á móti gestum og verður m.s. frumflutt lag eftir tónlistarmennina Guðjón Böðvarsson og Doktor Viktor.

“Valkostir Samtímans”

Í endalausu upplýsingastreymi nútímans býður Hendrikka Waage í ferðalag inn í heim sem hún kýs að nefna “Valkostir Samtímans”. “Valkostir Samtímans” gerir atlögu að skilningarvitum þínum, ögrar sjónarhorni þínu og hvetur þig til að sigla um margbreytileika stafrænnar aldar með skýrleika.

Á undanförnum árum hefur Hendrikka fengist við skartgripahönnun og myndlist sem endurspeglar upplifanir hennar af ólíkum menningarheimum þar sem hún skyggnist inn í nútíðina og veltir fyrir sér hvernig heimurinn þróast í framtíðinni. Sterkir litir einkenna þessa listsköpun og hún veltir fyrir sér valkostum, dómgreind og tilgangi á tímum upplýsingaáreitis.

“Konurnar með eitt eyra” vekur upp margar spurningar t.d. mikilvægi þess að velja og hafna til að koma í veg fyrir að drukkna í upplýsingum sem við höfum ekki þörf á. Með því náum við að einbeita okkur að því sem skiptir í raun og veru máli í því ferðalagi sem að lífið færir okkur . Hávaðinn má ekki yfirtaka það sem í raun og veru skiptir okkur máli.

Listsköpun Hendrikku vísar í alþjóðlega reynslu hennar og búsetu á Íslandi, Japan, Rússlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Reynsla hennar og upplifanir í þessum ólíku menningarheimum sameinast í listsköpun hennar og vekur upp spurningar sem hver og einn/ein finnur merkingu í.

Um Hendrikku Waage

Hendrikka Waage er alþjóðega virt listakona þekkt fyrir skartgripi sína og lífleg listaverk sem kanna mannlegt form og blæbrigði upplýsinga-óreiðu nútímans. Með einstökum stíl innblásnum af alþjóðlegri reynslu hefur hún unnið sér inn viðurkenningu bæði í heimalandi sínu Íslandi og víðar. Ferill hennar frá skartgripahönnuði til listamanns þjónar sem vitnisburður um umbreytandi kraft ástríðu og sköpunargáfu.

Upplýsingar

Dagsetn:
18/11/2023
Tími:
14:00 - 17:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map