Hleð Viðburðir

Burtfloginn kjúklingur og teiknaðar kartöflur
– Inga Höskuldsdóttir sýnir ný verk í Veitingastofum Hannesarholts –

////// OPNUN 14. janúar kl. 15:30 – 17:30 //////

Við matargerð og neyslu matvæla fellur ýmislegt frá í ruslafötuna, þar á meðal afskurður af grænmeti og ávöxtum. Þessi afskurður er litríkur, fallegur og ferskur en er samt sem áður alla jafna flokkaður sem sorp. Samkvæmt rannsóknum endar um þriðjungur af matvælum í ruslinu.

Inga Höskuldsdóttir nýtir sér þennan efnivið í myndsköpun sína. Með því leitast hún við að setja hráefnin í nýtt samhengi, að draga fram fegurð úr því sem alla jafan þykir ljótt og ógeðslegt, og varpa þannig ljósi á eina birtingarmynd neysluhyggjunnar.

Hér er hægt að staldra við, að velta fyrir sér nýtingu matvæla og leiða hugann að uppruna þeirra. Hvaðan kemur matvaran? Er hún úr nærumhverfinu eða hefur hún flogið yfir hálfan hnöttinn?

Í myndum Ingu tekur margslungið æviskeið saklausrar kartöflu (og annara tegunda) á sig nýja mynd og við sjáum hana í öðru ljósi.

Inga Höskuldsdóttir starfar við matargerð samhliða því að sinna listinni.

Facebook viðburðurinn er hér:
https://www.facebook.com/events/643538957525727

Upplýsingar

Dagsetn:
14/01/2023
Tími:
15:30 - 17:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map