Verkir: til þrauta eða þroska?
15/10/2013 @ 20:00 - 22:00
| ISK1000
Heilbrigðiserindi í samfélagslegu samhengi í umsjá Arnórs Víkingssonar læknis, sem fær til liðs við sig ýmsa sérfræðinga.
Fyrirlesari á þessu fyrsta heilbrigðiserindi Hannesarholts er Arnór Víkingsson
Verkir – til þrauta eða þroska ?
Verkir eru samofnir náttúrulegri tilvist okkar allra; stingir eða seiðingur hér og þar, tímabundinn sársauki við áverka og mánaðarlegir verkir hjá konum á frjósemisaldri tengdir tíðablæðingum. Auðvelt er að skilja gildi þess að finna sársauka þegar mögulega hættulegir sjúkdómar eða aðstæður steðja að, en öllu flóknara er að skila þýðingu þess að finna sársauka þegar “ekkert” er að. Að maður nefni nú ekki þær aðstæður þegar einstaklingur fær langvarandi, nær stöðuga verki með tilsvarandi áhrifum á daglega líðan og lífsgæði. Hvað veldur? Öll menningarsamfélög sögunnar hafa leitað svara við þessari spurningu og komist að mismunandi niðurstöðu.
Í þessum fyrirlestri verður gerð grein fyrir einni undursamlegustu sköpun lífsins: Verkjakerfi líkamans. Rætt verður um hvernig verkir hjálpa okkur til að lifa af, þrífast og þroskast. En einnig verður fjallað um verki sem vanheilsu eða sjúkdóm; sennilega ein af tveimur algengustu ástæðum slakra lífsgæða vegna heilsubrests.
Aðgangseyrir IKR 1000, miðar seldir á midi.is: http://midi.is/atburdir/1/7890
Borðstofan verður opin til kl.20. Hægt verður að panta sér kvöldmat á undan erindinu með því að hringja í síma 511-1904