Hleð Viðburðir

Hannes Hafstein var fæddur þann 4.desember 1861. Þar sem Grundarstígur 10 var heimili hans og fjölskyldu hans, hafa forráðamenn Hannesarholts heiðrað minningu hans á afmælisdaginn með því að hafa kaffi á könnunni og með því, ef einhvern skyldi líta við, eins og tíðkast hefur á íslenskum heimilum í gegnum tíðina. Nú er hins vegar starfrækt í húsinu veitingahúsið Borðstofan og verður það opið frá 11-18 eins og aðra daga. Í tilefni afmælisdagsins verður sýnd í Hljóðbergi stuttmynd um Hannes Hafstein og uppvaxtarár borgarinnar, sem tekur um 12 mínútur í flutningi. Myndin verður sýnd á heila tímanum allan daginn frá kl.13-17 í Hljóðbergi, gestum að endurgjaldslausu. Heyrust hefur að Borðstofan muni bjóða uppá heitar vöfflur með rjóma og fleira góðgæti á afmælistilboði.

Upplýsingar

Dagsetn:
04/12/2013

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map