Hleð Viðburðir
Jazz kvintettinn SoundPost var stofnaður af Haraldi Guðmundssyni kontrabassaleikara og Hörpu Þorvaldsdóttur söngkonu í Salzburg Austurríki sumarið 2010. Hljómsveitarskipan hefur verið fjölbreytt frá stofnun, allt frá trommulausu tríói yfir í þéttan kvintett, með Lukasi Kletzander á piano, Julian Urabl á gítar og Þorvaldi Þorvaldssyni á trommur.
Í Mars 2012 gaf hljómsveitin út geisladiskinn “Stories”, en hann inniheldur 11 frumsamin jazzlög í stíl Billie Holiday/Diane Krall og var diskurinn hljóðblandaður i Los Angeles af íslenskum Grammyverðlaunahafa Husky Hösk (fyrir vinnu með Norah Jones, Sheryl Crow, Salomon Burke ofl.). Þýska útgafyfyrirtækið Timezone Records dreifir “Stories” í Þýskalandi og Austurriki.
SoundPost hefur hlotið góðar undirtektir og hafa lög hljómsveitarinnar verið notuð í þýskri kvikmynd svo eitthvað sé nefnt.
Eftir 7 ára búsetu í Austurríki eru hjónin Haraldur og Harpa flutt aftur heim og koma fram og kynna tónlist Soundpost í Hannesarholti fimmtudaginn 28. nóvember. Þar koma þau fram með einvala liði hljóðfæraleikara, þeim Sunnu Gunnlaugsdóttur píanóleikara, Scott McLemore trommuleikara og Andrési Gunnlaugssyni gítarleikara.
Á tónleikunum flytja þau lög af fyrstu hljómplötu sinni “Stories”, ásamt nýjum efni með dassi af kanil.
Miða má kaupa á

Upplýsingar

Dagsetn:
28/11/2013
Tími:
20:00 - 22:00
Verð:
ISK2.000
Viðburður Category:
Vefsíða:
http://www.soundpost.is

Skipuleggjandi

SoundPost Jass

Staðsetning

Hljóðberg