Hleð Viðburðir
Jólasöngvar í holti óma.

Þriðjudagskvöldið 17. desember heldur Íslenski sönglistahópurinn jólatónleika í Hljóðbergi, hinum rómaða tónleikasal Hannesarholts að Grundarstíg 10.

Tónleikarnir eru skemmtun og hátíðleiki í bland. Efnisskráin samanstendur af kórtónlist tuttugustu aldar meistara, m.a. Britten, Brahms, Taverner og Kodály, ásamt jólalögum sem allir þekkja. Verkin verða ýmist flutt í einsöng, tríó, kvartettum eða í stærri hópum.

Fram koma:
Elma Atladóttir, Eygló Rúnarsdóttir, Halldór Unnar Ómarsson, Pétur Pétursson, Ragnheiður Sara Grímsdóttir, Sigþrúður Erla Arnardóttir, Sigurjón Jóhannesson, Sæberg Sigurðsson, Tinna Sigurðardóttir,
Úlfur Sveinbjarnarson og Valgerður Guðrún Halldórsdóttir.

Píanóleik annast Renata Ivan. Stjórnandi er Egill Gunnarsson

Miðasala við inngang og á midi.is

Upplýsingar

Dagsetn:
17/12/2013
Tími:
20:00 - 21:30
Verð:
ISK2.000
Viðburður Category:
Vefsíða:
http://midi.is/tonleikar/1/8041/