Gönguferð með Guðjóni
05/10/2014 @ 11:00 - 13:00
| ISK2.000Gönguferðir með Guðjóni Friðrikssyni hafa náð mikilli hylli og fjölmargir hafa slegist í för með honum á sunnudagsmorgnum. Það verður framhald á gönguferðum Guðjóns nú í haust og það er vissara að tryggja sér pláss með því að kaupa miða á www.midi.is. Að þessu sinni verður gengið um Laufásveg sunnan Hellusunds. Að göngunni lokinni býðst fólki að sjá stutta heimildarmynd um Hannes Hafstein og uppvaxtarár borgarinnar og svo er auðvitað tilvalið að stinga sér inn á veitingastaðinn okkar og gæða sér á ljúffengum kræsingum. Sannarlega góð byrjun á sunnudegi.
26. október verður Bergstaðastrætið heimsótt.