Hleð Viðburðir

Þrjár sagnakonur, Sigurbjörg Karlsdóttir, Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Ragnheiður Þóra Grímsdóttir segja sögur af formæðrum.
Sigurbjörg segir frá ömmu sinni og langömmu, sögur af baráttu kvenna sem sigruðust á efiðleikum með kjarki, dugnaði, elju og vinnusemi. Sigurborg segir frá móðurömmu sinni og nöfnu, verkakonu og einstæðri móður sem dó ung. Og Ragnheiður Þóra segir frá móðurömmu sinni, sem átti 12 börn, bar hitann og þungann af umsjón með heimilinu og var saumakona sveitarinnar. Inn í sögustundina flétta þær nokkrum sögulegum punktum og taka lagið, formæðrum til heiðurs. Í lok dagskrár er áheyrendum svo boðið að taka þátt í stuttri athöfn til að heiðra sínar formæður. Sögustundin er öllum opin, bæði konum og körlum. Ekki þarf að skrá þátttöku, bara mæta. Í kjölfarið verður svo fjögurra vikna námskeið fyrir konur, þar sem þátttakendur vinna með sögu af lífi eigin formóður. Námskeiðið hefst 9. febrúar og verður á Hallveigarstöðum.
Nánari upplýsingar: www.ildi.is

Upplýsingar

Dagsetn:
08/02/2015
Tími:
16:00 - 18:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website