Hleð Viðburðir

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur segir gestum frá nýrri bók sinni, sem ber titilinn Ástin, drekinn og dauðinn. Þar lýsir hún vegferð sinni og Hennar heittelskaða með sjúkdómnum sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Bókin veitir í senn innsýn í veröld krabbameinsins og djúpa sorg þess sem hefur elskað og misst. En hún er ekki síður óður til kærleikans, hvatning til að lifa í árvekni og sættast við að dauðinn er órjúfanlegur hluti af lífinu. Viðburðurinn fer fram í Hljóðbergi. Miðasala við innganginn.

Í veitingastofum Hannesarholts verður hægt að gæða sér á matarmikilli súpu og heimabökuðu brauði áður en viðburðurinn hefst.

Veitingastofurnar opna kl. 18.00, vinsamlegast pantið borð í síma: 511 1904

Ljósmyndari: Elsa Björg Magnúsdóttir

Upplýsingar

Dagsetn:
25/03/2015
Tími:
20:00 - 21:00
Verð:
ISK1000
Viðburður Category:

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hljóðberg
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map