Hleð Viðburðir

Skarkali tríó mun í sumar gefa út sína fyrstu plötu. Að því tilefni verður efnt til glæsilegra útgáfutónleika í Hannesarholti, Reykjavík þann 16. júlí.

Á tónleikunum verða að sjálfsögðu öll lög plötunnar flutt. Platan inniheldur níu frumsamin lög eftir píanóleikarann Inga Bjarna Skúlason þar sem fjölbreytnin er höfð í fyrirrúmi. Fágaður bassaleikur Valdimars og kraftmikill trommuleikur Óskars setja tónlistina á hærra plan! Að flutningi loknum gefst tónleikagestum kostur á að kaupa plötuna á sérstöku tónleikaverði.

Ingi Bjarni Skúlason – píanó
Valdimar Olgeirsson – kontrabassi
Óskar Kjartansson – trommur

Skarkali hefur tvisvar komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur (2013 og 2014) auk þess sem tríóið tók þátt fyrir Íslands hönd í Young Nordic Jazz Comets árið 2013 í Noregi. Sumarið 2014 ferðaðist tríóið til Færeyja og spilaði þar fjóra tónleika sem voru hluti af tónleikaröðinni Summartónar.

Útgáfa plötunnar er styrkt af Hljóðritasjóði STEF, Menningarsjóði F.Í.H og Tónskáldasjóði Rásar 2.

Nánari upplýsingar:

https://www.facebook.com/skarkali

–English–

The Icelandic jazz trio Skarkali will release their first album this summer. A release concert will be held at Hannesarholt, Reykjavík on the 16th of July.

All the songs on the record will be performed. The album consists of nine originals by Ingi Bjarni Skúlason the piano player but with the elegant bass playing of Valdimar and the energetic drumming of Óskar, the music is brought to another level! After the concert, the CD will be for sale at a reasonable price.

Ingi Bjarni Skúlason – piano
Valdimar Olgeirsson – double bass
Óskar Kjartansson – drums

Skarkali has performed twice at Reykjavík Jazz Festival (2013 and 2014) as well as they represented Iceland in Young Nordic Jazz Comets 2013. In the summer of 2014 they toured the Faroe Islands as a part of the Summartónar concert series.

The release of the album was made possible by grants from Hljóðritasjóður STEF, Menningarsjóður F.Í.H and Tónskáldasjóður Rásar 2.

More info:

https://www.facebook.com/skarkali