Hleð Viðburðir

 

Sunnudaginn 3. Janúar kl. 16.00 heldur Agnes Thorsteins mezzosópran tónleika í Hannesarholti.

Agnes er að ljúka BA söngnámi við Universität fúr Musik und darstellende Kunst í Vínarborg og er að hefja Mastersnám við sama skóla. Efnisskrá tónleikanna er hluti af efnisskrá þeirri er hún flytur í sambandi við lokaprófið og kennir þar ýmissa grasa en hún flytur bæði ljóð eftir m.a. Jón Ásgeirsson Fauré, Rachmnaninoff o. fl. og óperuaríur eftir Mozart, Händel, Bizet og J. Strauss.

Fyrsta óperuhlutverkið söng Agnes 2012 sem Marcellina í Brúðkaupi Figaros í Schlosstheater Schönbrunn í Vín en auk þess hefur hún sungið hlutverk Cherubino í sömu óperu, nágrannann í Mavra eftir Stravinsky, Orfeo í Orfeus og Evridís eftir C.W. Gluck, Carmen í samnefndri óperu eftir G. Bizet og Tolomeo eftir G.F. Händel í Giulio Cesare in Egitto.

Agnes hefur haldið tónleika á Íslandi, í Þýskalandi,  Austurríki og á Kýpur en eftir þá tónleika var Agnesi boðið að taka þátt í 3rd International Music Competition of Cyprus þar sem hún vann Grand Prix.

Meðleikari Agnesar er Agnes Löve píanóleikari, en hún er amma Agnesar Thorsteins.

Upplýsingar

Dagsetn:
03/01/2016
Tími:
16:00 - 17:00
Verð:
kr.2.500
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, , , , , , , , ,
Vefsíða:
http://midi.is/tonleikar/1/9374/Agnes_Thorsteins_Mezzosopran

Skipuleggjandi

Agnes Löve
Email
aggie@simnet.is