Hleð Viðburðir

Brasilíski gítarleikarinn og söngvarinn IFE TOLENTINO á að baki
langan og litríkan feril í heimalandi sínu, þar sem hann hefur
starfað með ýmsum frábærum listamönnum. Ife hefur tekið verið
tíður gestur á Íslandi undanfarin ár í boði ÓSKARS
GUÐJÓNSSONAR, en þeir kynntust í London þegar Óskar var
búsettur þar.

Árið 2014 kom út diskurinn VOCÉ PASSOU AQUI, sem þeir
félagar hljóðrituðu hér á landi ásamt fleiri íslenskum
tónlistarmönnum, og væntanlegur er nýr diskur með lögum Ife, sem
sami hópur hljóðritaði á nýliðnu ári.

Á tónleikunum leikur EYÞÓR GUNNARSSON með þeim Ife og Óskari,
en hann kemur einnig við sögu á báðum diskunum.

Á efnisskránni eru lög eftir Ife Tolentino í bland við sígild
Bossa Nova lög eftir nokkra af helstu höfundum brasilískrar
tónlistarsögu.

Upplýsingar

Dagsetn:
30/04/2016
Tími:
21:00 - 22:30
Verð:
kr.2500
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, , ,
Vefsíða:
https://midi.is/tonleikar/1/9585/Brazil_Jazz-Ife_Tolentiono_Oskar_og_Eytor

Skipuleggjandi

Óskar Guðjónsson

Staðsetning

Hljóðberg
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map