Hleð Viðburðir

Rannveig Marta Sarc flytur eftirlætisverk á klukkustundarlöngum tónleikum í Hljóðbergi . Bjarni Frímann leikur með á píanó.

J.S. Bach- Sónata nr. 3 í E dúr BWV 1016
Bela Bartok- Rhapsodia nr. 1
Maurice Ravel- Sónata nr. 2 í G dúr
Fritz Kreisler- Viennese Rhapsodic Fantasietta

Rannveig Marta Sarc, fædd 1995 í Slóveníu, hóf fiðlunám 4 ára gömul. Árið 2006 flutti hún til Íslands og gerðist nemandi Lilju Hjaltadóttur við Allegro Suzuki tónlistarskólann. Rannveig lauk framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2014, undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur en þar sótti hún einnig lágfiðlutíma hjá Þórunni Ósk Marinósdóttur. Rannveig hefur sigrað margar keppnir, má þar helst nefna TEMSIG- Slóvensk tónlistarkeppni fyrir ungmenni, Nótan og Ungir einleikarar. Rannveig hefur komið fram sem einleikari með Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík, Slóvensku filharmonijunni, tvívegis með Sinfóníuhljómsveit Íslands og næsta vor mun hún leika Brahms fiðlukonsertinn með Ungfóníunni. Rannveig hefur gríðarlegan áhuga á kammertónlist, hún hefur komið fram með Cammerarctica á tónleikaröð þeirra Mozart við kertaljós og í haust var strengjakvartett hennar valinn sem heiðurskvartett í skólanum. Rannveig hefur sótt ýmis alþjóðleg námskeið, þar á meðal the Kneisel Hall Chamber Music Festival, NAC- Young Artists Program, Heifetz Institute, Sarasota Music Festival, Tónlistarhátíð unga fólksins og Aljóðlegu tónlistarakademíuna í Hörpu. Kennarar hennar voru meðal annars Pinchas Zukerman, Ronald Copes, Elmar Oliveira, Sibbi Bernharðsson, Ari Þór Vilhjálmsson, Ilya Kaler og Grigory Kalinovsky. Rannveig er á þriðja ári í bakkalárnámi við The Juilliard School í New York, þar sem hún er nemandi Laurie Smukler. Rannveig spilar fjölbreytta tónlist, hún sækir einnig tíma á barrokk fiðlu og kemur oft fram nútímahljómsveitinni New Juilliard Ensemble.

Tónleikar Farfugla í Hannesarholti eru haldnir með stuðningi frá Reykjavíkurborg.

 

 

 

Upplýsingar

Dagsetn:
28/12/2016
Tími:
17:00
Verð:
kr.2500
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://midi.is/tonleikar/1/9885/Farfuglatonleikar_%E2%80%93_Rannveig_Marta_Sarc

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hljóðberg